Blinda konan
Ég stóð upp frá tölvunni áðan til að leita að bæklingi sem mig vantaði. Leitaði um alla íbúðina í korter. Gafst upp og settist aftur við tölvuna.
Bæklingurinn lá við hliðina á henni. Efst í bunkanum, undir kaffibollanum sem ég hafði drukkið síðasta sopann úr um leið og ég stóð upp.
Og nei, í þetta skipti get ég ekki kennt búálfunum um. Hann lá víst þarna líka þegar ég stóð upp.
En maðurinn sem ætlaði að sækja mig klukkan ellefu og bjóða mér í hádegismat er hinsvegar alveg horfinn.