Fleiri færslur um Þorláksmessuskinkur liðinna ára má lesa hér og hér. - En lærið er annars komið, fékkst í Nóatúni og er tæp 12 kíló; nú þarf ég bara að koma mér að því að sjóða pækilinn og finna heppilegt ílát fyrir verkunina.
Sauðargæran kom auga á jólabókina mína, Jólahefðir, í Nóatúni og bað mig um að kaupa hana handa sér. Sem var auðsótt mál. Hann hélt svo fast utan um þessa eign sína og tilkynnti mér þegar komið var út í bíl: ,,Í þessari bók er besti matur í heimi."
Það er nú ekki á hverjum degi sem maður fær svona traustsyfirlýsingu.