Það tognaði örlítið úr Lundúnaferðinni vegna seinkunar á fluginu svo að við mæðgurnar vorum ekki komnar heim fyrr en um eittleytið. Ákváðum að vera góðar við okkur og tókum leigubíl úr Leifsstöð, það munar ekki nema svona tvöþúsundkalli á mann og alveg borgandi fyrir þægindin þegar maður kemur svona seint. (Reyndar keypti ég líka fyrstafarrýmismiða í Stansted-lestina fyrir okkur og við höfðum eiginlega heilan klefa fyrir okkur tvær - það var indælt.)
Um það bil eina blikkljósaserían á íbúðarhúsi í miðborg London var beint fyrir utan hótelgluggann okkar. Að öðru leyti var hótelið (Cumberland) mjög fínt. Og það er jú alltaf hægt að draga fyrir gluggann.
Ég kom með Stiltonost og fleira góðgæti fyrir Þorláksmessuboðið mitt.
Meira um ferðina seinna.