Allt í sultu
Ég missti sultu ofan á lyklaborðið á tölvunni áðan. Hinni tölvunni sko, ekki fartölvunni sem ég er að skrifa á núna, til allrar hamingju. Ég hef grun um að svona sultubað sé ekkert endilega voða gott fyrir lyklaborð. Líklega enn verra fyrir fartölvur.
Hmm, kannski ætti ég að slaka aðeins á og ekki halda mér svo stíft að vinnu að ég geti ekki staðið upp rétt á meðan ég er að fá mér að borða. Íslenskan sauða- og geitabrie (afgangur frá Þorláksmessu) með kexi. Og sultu alltsvo.
Og jú, svo gaf ég mér reyndar tíma til að mótmæla í dag. Held ég taki samt vinnuna framyfir á morgun.
Maður þarf jú að eiga fyrir sultutaui. Ostinn tími ég aftur á móti ekki að kaupa svona hvunndags. En hann var ágætur.