Félagi Stalín
Félagi Stalín, já.
Einhverntíma fyrir mjög mörgum árum, þegar ég var að bögglast við að vera maóisti, var ég eina viku á ungkommúnistamóti úti í skógi einhversstaðar í Norður-Svíþjóð. Veit ekki nákvæmlega hvar því þetta var allt voðamikið leyndó. Allir gengu undir dulnefnum og hvaðeina. Svo var skipt niður í grúppur og ég var í grúppu sem samanstóð aðallega af sænskum ungmennum og svo þremur Íslendingum. Hún kallaðist Stalingruppa, ekki man ég af hverju, hvort við völdum þetta heiti eða var úthlutað því. En við (eða Svíarnir reyndar) sömdum allavega slagorðið sem við í grúppunni kölluðum í kór í tíma og ótíma:
Vem är alla barnas vän?
Fruktas mest af fienden?
Stalin, Stalin, Stalin!
Fljótlega eftir að heim kom hætti ég svo að vera maóisti. Man samt ekki fyrir víst hvort það hafði endilega neitt með Stalín að gera.