Allt er breytingum undirorpið
Það breytist margt í veröldinni. Nú eru meira að segja Ora grænar komnar í dós með flipa svo að maður þarf ekki að fara í panik þegar kemur að því að reiða fram sauðahangikjötið á jólunum og dósahnífurinn finnst hvergi.
Sama gamla bragðið, samt.
Hangikjötið og laufabrauðið er komið á borðið, uppstúfið tilbúið, baunirnar bíða upphitunar í pottinum, búið að taka til kalt smjör (fyrir mig) og lint smjör (fyrir hina).
Já, og gleðilega hátíð.