Matreiðslubók ársins
Ég fékk ýmsar ágætar gjafir í gær en að öðrum ólöstuðum þótti mér mest til þessarar hér koma. Eldra barnabarnið safnaði saman uppskriftum af um 50 uppáhaldsréttunum, kökunum og drykkjunum sínum í bók sem hún gaf út í fimm myndskreyttum eintökum. Glæsileg bók sem mér þykir ákaflega vænt um að eignast.
Þetta er reyndar ekki eina matreiðslubókin sem stúlkan kom nálægt þetta árið; eins og ég hef áður nefnt var hún sérlegur aðstoðarmaður minn við eldamennsku fyrir Af bestu lyst 3 og útbjó suma réttina þar fyrir myndatöku.