Útsölur og pelsar
Ég held ég láti nú útsölurnar mikiðtil eiga sig í þetta skipti. Vantar svosem ekkert hvort eð er. Nema náttúrlega bomsur.
Aftur á móti er ég að leita á Ebay þessa dagana að góðri loðhúfu á viðráðanlegu verði. Sá reyndar eina álitlega í búðarglugga á Laugaveginum í dag en hún kostaði 35 þúsund, minnir mig. Sú mætti fara á ansi mikla útsölu til að ég keypti hana þar. En ég sá heilmikið eftir flauelshúfunni með minkaskinnsbryddingunum sem gekk mér úr greipum á Ebay í gær.
Svo var ég allt í einu farin að skoða minkapelsa áður en ég vissi af. Hmm, eins gott að minna sig á að góðærið er búið og það er kreppa og krónan einskisvirði og allt það ... en það er samt hægt að finna minkapelsa á fjári góðu verði á Ebay.