Pönnukökur, egg og mótmæli
Einir tveir af gömlu blárósóttu diskunum reyndust hafa orðið eftir á Kárastígnum hjá einkasyninum svo að ég kom við hjá honum að sækja annan diskinn og bjarga sumarkomunni. Það verða semsagt pönnukökur á boðstólum hér um kaffileytið á morgun ef einhver á leið hjá.
Ég á reyndar eftir að fara og kaupa egg í pönnukökurnar, vona að eggjabirgðir höfuðborgarinnar hafi ekki klárast í dag. Eða að það standi ekki til að gera einhverja mega-eggjaárás á nágranna mína á lögreglustöðinni í kvöld.
Eftir að vera búin að horfa á fréttir á báðum stöðvum hef ég ákveðið að halda frekar með löggunni ef eitthvað er. Sé ekki sérstaka ástæðu til að hafa samúð með yfirgangssömum trukkabílstjórum og þaðanafsíður með eggja- og grjótkastandi framhaldsskólaunglingum.
En annars held ég að þeir Mengellufeðgar hitti naglann á höfuðið eins og oft áður.