Matur og súpersex
Mætt aftur í vinnuna og súpersexið beið á skrifborðinu mínu. Ekki kvarta ég ...
Aldrei þessu vant kom ég ekki með eina einustu matreiðslubók heim. Ég á alveg slatta af marokkóskum (og spænskum) matreiðslubókum og þær sem ég sá sem ég hefði kannski haft áhuga á voru á arabísku. Hefði kannski átt að kaupa eina bara að gamni en þegar ég var að skoða þær var ég nýbúin að þurfa að kljást við arabískt tölvulyklaborð og var frekar neikvæð í garð arabísku (fann til dæmis eiginlega aldrei punktinn því hann er ekki notaður í arabísku letri).
Maturinn, já. Hann var upp og ofan en ég bjóst við því fyrirfram - besta marokkóska matinn fær maður í heimahúsum, það voru allir sem ég spurði áður en ég fór sammála um. Þannig að ég elda betri marokkóskan mat en við fengum í ferðinni því að matreiðslubækurnar mínar eru miðaðar við heimilismatargerð.
En ég kvarta ekki.