Betra en nammi
Það er venja á mínum vinnustað eins og áreiðanlega víðast hvar að þeir sem hafa verið í útlöndum koma með nammi með sér handa hinum. En þar sem utanferðir hafa verið ansi tíðar að undanförnu (páskaferðir, bókamessan í Bologna, bókamessan í London o.fl.), þá hefur verið ansi hreint mikið nammiflóð svo að ég ákvað að bregða út af venjunni; þegar ég kom frá London um daginn kom ég með clotted cream og bakaði skonsur. Það féll í svo góðan jarðveg að núna kom ég með úrval af spænskum ostum í staðinn fyrir nammi. Hugsa að ég geri þetta framvegis þegar ég kem að utan. Miklu betra en þetta hefðbundna fríhafnarnammi.
Jú, svo keypti ég vænan bita af membrillo og manchego-oststykki. En það er fyrir sjálfa mig.