Afmælisafslöppun
Þetta ætlar að verða rólegheitaafmælisdagur, allavega eftir að tölvukaupin voru frá. Mér leist ekki alveg á þegar ég kom að Elko klukkan tólf, dálítill hópur af fólki beið fyrir utan og ég sá alveg fyrir mér kapphlaup til að ná síðustu tölvunum - eða öðrum tækjum - en svo slæmt var það þó ekki og ég fékk tölvuna mína fljótt og vel þegar búið var að finna hana á lagernum.
Nú er ég bara að leika mér með nýja dótið mitt, eins og einkasonurinn sagði áðan, áður en ég fer að elda sveppasúpu og kumquat-gljáðan grísahrygg með rauðkáli og brúnuðum kartöflum og einhvern desir til að gæða sér á á eftir. Engin afmælisterta, enda kæmust kertin ekki fyrir á henni lengur. Bara kaffi og koníak. Eða Calvados, ef ég á eitthvað eftir í Calvadosflöskunni.
Bara ljúft