Fólk í föðurleit
Hvers vegna hefur Kastljós þennan svaka áhuga á fólki sem ekki er rétt feðrað? Eins og ég hef undrað mig á áður.
Eða öllu heldur, hvers vegna heldur Kastljós að ég (almenningur alltsvo) hafi svona svakalega mikinn áhuga á því?
Og hvað kemur þetta allt saman annars mér (almenningi alltsvo) við?
Var Jafet í föðurleit kannski uppáhaldsbókin hans Þórhalls þegar hann var lítill? (nei, hann er sennilega of ungur til þess).
Einhversstaðar minnir mig að ég hafi séð að sirka 5% Íslendinga séu rangfeðraðir. Á maður semsagt von á þeim öllum í Kastljósið á næstunni?