Farlama frambjóðandi
Ég sé að bakarísstarfskrafturinn og forsetaframbjóðandinn færist sífellt ofar á listann og er farin að draga verulega á Bjarna Ármannsson og Jón Sigurðsson. Enda yrði hún örugglega ekki síðri forseti en þeir.
Annars á hún að vera í stífri sjúkraþjálfun næstu vikur af því að lærvöðvinn starfar ekki rétt. Þetta uppgötvaðist eftir að fóturinn var tengdur við fartölvu. Held ég. Fjárinn, ég hefði kannski átt að láta tengja hnéð á mér við fartölvu í vetur, þá hefði ég ekki verið hálffarlama í hálft ár.
En andalæknirinn bjargaði því nú.