Smjörlausar sögur
Ég var að lesa mér aðeins til um danska rithöfundinn Hans Scherfig og meðal annars um smásögurnar sem hann skrifaði undir dulnefni í vikublaðið Ude og hjemme fyrir frú Drusse (Tove Kjarval) í upphafi ferils síns. Þær komu fyrir nokkru út á bók. Svona sögur voru skrifaðar til að eiga fyrir salti í grautinn (Hans Kirk kallaði þær ,,spisekammernoveller") og máttu ekki fjalla um hvað sem var:
,,Kravene til novellerne var, at de gerne måtte være mystiske, uhyggelige, kriminalagtige og ikke handle om smør, da ejeren af bladet var margarinefabrikant." (úr ritdómi í Arbejderen)
Mér datt nú í hug þekktasti útgefandi landsins hér á árum áður, smjörlíkisframleiðandinn Ragnar í Smára. Skyldi hann nokkurn tíma hafa sett rithöfundum það skilyrði að bækur þeirra mættu ekki fjalla um smjör?
Held varla.