Heim á fornar slóðir
Á morgun er 21 ár síðan ég byrjaði að vinna hjá Iðunni. Það var á Bræðraborgarstíg 16 en atvinnuviðtalið þar sem ég var ráðin fór fram á Bræðraborgarstíg 7.
Og nú er ég einmitt á leiðinni aftur vestureftir í vinnu áður en langt um líður. Á Bræðraborgarstíg 7. Svona fer allt í hringi.
Þetta verður í þriðja skiptið sem vinnustaðurinn verður á Bræðraborgarstígnum. Nokkuð sérstakt kannski miðað við að vinnustaðir eru ekki sérlega margir við þessa götu. Og svo var ég tvisvar á Seljaveginum þarna í næsta nágrenni.
En ég get allavega farið að labba aftur í vinnuna eins og ég gerði daglega í 18 ár. Það þykir mér afskaplega gott.
Ætli ég endi svo ekki bara hjá Draupnisútgáfunni?