Ung stúlka á uppleið
Í framhaldi af erfðaskrárpælingum mínum datt mér í hug að spyrja Boltastelpuna, þegar hún var hér í gær, hvort það væri eitthvað sem hún hefði sérstaka löngun til að erfa eftir mig þegar þar að kæmi.
-Já, svaraði hún strax. -Peningana þína. Og matreiðslubækurnar.
-Matreiðslubækurnar? spurði ég hissa. -Langar þig að eignast þær?
-Já, til að selja þær.
Hún á eftir að ná langt í bissness. Eða einhvers staðar. Það var samt ekki ég sem setti nafnið hennar hér. En hún er þegar farin að sópa að sér atkvæðum.