Afreksfólk
Já, og á meðan ég man - skylmingastúlkan tengdadóttir mín var að fá glaðning í dag. Frábært fyrir hana og líka fyrir skylmingaíþróttina, sem ekki hefur nú verið það sport sem mest fer fyrir í fjölmiðlum þótt íslenskir keppendur hafi verið að ná mjög góðum árangri á erlendum mótum á undanförnum árum.
Tengdasonurinn fór reyndar að velta því fyrir sér hvort ekki væri hægt að fá afreksmannastyrk í kaffismökkun. Ég stakk upp á því að það yrði gert eins og á Bocuse d'Or í vetur, efnt til hópferðar á heimsmeistaramótið í Antwerpen, þar sem hann mun keppa, tekin leiguflugvél og svona ...