Þegar ég var í klámbransanum
Ég var að hugsa um að skrifa eitthvað um klámráðstefnur og svoleiðis. En svo áttaði ég mig á að ég er náttúrlega ekki marktæk þar sem ég hef komið nálægt klámiðnaðinum. Það er að segja, ég skrifaði um tíma í Bleikt og blátt. Nafnlaust. (Um mat, þarf ég nokkuð að taka það fram?)
Og erfði líka ritstjórastól Bleiks og blás, en það er önnur saga. Svo skrifaði ég líka í arftakann bOGb (eða BogB? ég man aldrei hvort var) og þar birtist meiraðsegja mynd af mér. Þannig að ég hef víða komið við í þessum bransa.
Svo hef ég náttúrlega áður lýst skoðunum mínum á klámi og hef svosem engu við það að bæta.