Mitt árlega bollukaffi
Hvort er skárra að segja Undirbúningur undir mitt árlega bollukaffi eða Undirbúningur míns árlega bollukaffis? Eða á ég að segja Búningur undir mitt árlega ...?
Eníveis, ég er búin að koma þessu á framfæri. Undirbúningurinn er kominn vel á veg. Eða allavega eitthvað. Gerdeig í sirka fjörutíu bollur er að lyfta sér í eldhúsinu og allt tilbúið fyrir eitthvað svipað af vatnsdeigsbollum. Kannski baka ég líka einhverjar gammeldags bolludagsbollur ef ég er í skapi til þess. Kemur í ljós.
Fólki sem er alltaf á leiðinni að heimsækja mig en hefur ekki komið sér að því ennþá er bent á að nú er hægt að slá tvær flugur í einu höggi; koma í heimsókn og fá bollur.