Blóðmein og -slettur
Skjár 1 er að auglýsa sjónvarpsþættina um Dexter sem eru að byrja um helgina. Gaur sem er í vinnu hjá löggunni á daginn og raðmorðingi á kvöldin. Allt í lagi með það (eða þannig) nema ég sá einhvers staðar að þegar JPV gaf út bók um Dexter í fyrra eða hitteðfyrra var hann kallaður blóðmeinafræðingur. Mér leist ekki alveg á því að ég á einmitt tíma hjá blóðmeinafræðingi í næstu viku. Stórhættulegir menn greinilega.
En svo rann upp fyrir mér að það væru frekar litlar líkur til að löggan í Miami væri með blóðmeinafræðing í vinnu. Svo að ég tékkaði betur á þessu. Passar, á ensku er Dexter kallaður ,,forensic blood spatter expert" - semsagt svona CSI-gaur sem stúderar blóðslettur og þess háttar. Þannig að þetta var bara vond þýðing. Sjúkkit.
Blood spatter expert gæti annars verið áhugaverður karríer.
Eða ekki.