Íslandsmeistarinn
Æijá, og nú get ég státað mig af tveimur Íslandsmeisturum í hópi tengdabarna minna (sem er 100% árangur). Skylmingastúlkan er margfaldur Íslands- og Norðurlandameistari í skylmingum með höggsverði og í dag varð uppáhaldstengdasonurinn Íslandsmeistari í kaffismökkun. (Ég vissi reyndar ekki fyrr en í dag að það væri keppt í kaffismökkun - en jújú, og meistarinn í fyrra var meira að segja sendur á heimsmeistaramótið - ég veit ekki enn hvort tengdasonurinn fer á næsta mót.)
Glæsilegt.