Stinningartöflur og kynlífskaup
Fréttablaðið og Blaðið í dag lágu hér áðan hlið við hlið á borði og ég leit á aðalfyrirsagnirnar. Í Blaðinu var það ,,Íslenskir erindrekar á erlendri grund - Bannað að kaupa kynlíf" og í Fréttablaðinu var aðalfyrirsögnin ,,Stinningartöflurnar stöðvaðar í tollinum".
Það er vandlifað, bæði heima og heiman. Fegin er ég að vera ekki karlmaður, þrátt fyrir fingralengdina.