ET fyrir Þorlák
Hausinn á ET, alltsvo Þorláksmessulærið mitt eins og þeir vita sem til þekkja, er komið í pækil og í tunnu út á svalir. Það var með stærra móti í ár, nærri 13 kíló, og var þó einhver indælispiltur í Nóatúni búinn að saga af því hækilinn fyrir mig því mér leist ekki alveg á að ég kæmi ríflega 15 kílóa læri í pottinn þegar að því kemur að sjóða gripinn. Reyndar á ég örlítið stærri pott núna en ég lýsi hér en það verður ekki mikið vatn sem fer í hann með skinkunni þegar þar að kemur.
Pækillinn í ár var (fyrir utan sykur og salt) paprikuduft (bæði rosen og edelsüss), óregenó, kóríanderfræ, lárviðarlauf og sennilega eitthvað fleira sem ég man ekki í svipinn. Svo er eftir að vita hvernig þetta smakkast eftir tíu daga á svölunum.