Þýðandamistök og löggukallar
Ég veit ekkert hver þýðir Bráðavaktina. Eða hvort það er sá sami sem þýddi Vesturálmuna um árið. En ef svo er, þá er hann enn ekki búinn að átta sig á því að corsage þýðir ekki lífstykki. Og þegar unglæknirinn talar um að ,,pin the corsage" á deitið sitt, þá er hann ekki að tala um að festa lífstykkið á hana.
Persónulega er ég samt eiginlega hætt að nenna Bráðvaktinni. Og Heroes og Survivor og svo gott sem öllu sem er í sjónvarpinu og á Skjá 1 þessa dagana. Nema helst Americas Next Top Model og þá er nú eitthvað að. Helst að ég horfi á gamla breska lögguþætti á norrænu stöðvunum og BBC Prime sem heitir víst BBC Entertainment núna. Barnaby og Morse og Frost og þá kalla. Sem minnir mig á, seinni hlutinn af þættinum um Dalziel og Pascoe var víst að byrja á BBC ... (og Frost á eftir á DR1).