Lass sagði boltinn
Segið mér nú, þið sem vitið (og systkini mín líklegust til þess) - í hvaða barnasögu, sem ég hef væntanlega lesið einhverntíma laust eftir miðja síðustu öld, kemur fyrir setningin ,,Lass! sagði boltinn" - nokkrum sinnum ef ég man rétt? Og það skal tekið fram að boltinn sem hér er getið er straubolti.
Ég verð ekki í rónni fyrr en ég veit þetta.