Alvöru bjartsýnismanneskja
Ég gekk framhjá tveimur konum í búð í dag og heyrði slitur úr tali þeirra. Þær voru að ræða eitthvað sem önnur þeirra ætlaði að kaupa sér og gat fengið á einhverjum afslætti.
-Mér þykir þetta nú ekki svo mikill afsláttur, sagði hin efins. -Svo er líka allt að fara að lækka núna, út af genginu sko.
Mikil er trú þín, kona, hugsaði ég.