Rugluð kona og vond tímasetning
Það eru vissulega nokkrar ýkjur, en þó alls ekki helber lygi, að þegar ég opnaði dyrnar að íbúðinni eftir að hafa skotist út í Bónus rétt áðan og það var kveikt ljós í stofunni og sjónvarpið í gangi, þá var fyrsta hugsun mín: ,,Nú, hvað er þetta, ég er bara heima."
Sem var náttúrlega rétt þegar öllu er á botninn hvolft. En ég hafði víst bara gleymt að slökkva.
Svo opnaði ég Neytendablaðið og þar var aðalumfjöllunarefnið samanburður á flatskjám. Ég sem hélt að það væri þjóðarsátt um að þeir væru táknmynd hins illa þessa dagana. Bad timing, hefði maður einhverntíma sagt.