(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

23.10.08

Grillað í Kastljósi

Svo ég grípi aftur til samlíkingar sem ég notaði í sumar, þá verður að segja að Sigmar sýndi nokkuð góða grilltakta í gær. Aðferð sem dugir vel á stærri stykki. Loka grillinu og passa að hitinn sleppi ekki út, haga eldinum þannig að hann brenni ekki kjötið til stórskaða en láta hann þó ekki lognast út af. Þannig er hægt að ná sem mestu út úr stykkinu án þess að safi renni úr því til spillis eða það verði of dökkt og brunabragðið of mikið. Sigmari tókst þetta að mestu þótt einhverjir blettir yrðu útundan eins og gengur; grillsteikingin vill verða misjöfn þegar steikin er stór. En þetta var nokkuð vel gert.

Samt hefur hann ekki komið á matreiðslunámskeið til mín eins og stungið var upp á þegar við vorum saman í Fréttablaðsviðtali í vor.

|