Gissur og ígulkerið
Ég rakst á nokkur skagfirsk gullkorn, þar á meðal þetta um Flugumýrarbrennu - hér er reyndar talað um Snorrasögu sem hét Sturlunga þegar ég var í skóla á Króknum en það hefur nú margt breyst síðan:
Próf í samfélagsfræði í 6. bekk. Úr Snorrasögu. Spurt er um hvað gerðist á Flugumýri í Skagafirði 1253 (Flugumýrarbrenna).
…Gissur fór þá ofan í igulker og beið þar og igulkerið sem orðið er frægt núna bjargaði lífi Gissurar.