Nú er ég sammála Björgólfi
Egill vitnar í gamalt viðtal við Björgólf Thor í Forbes þar sem hann segir að virðingin skipti sig mestu máli. Segir svo að hann hafi öðlast þá virðingu sem hann sóttist eftir og nú sé síðari hluti lífsins að hefjast.
Ég er eiginlega á sama máli og Björgólfur Thor. Ég hef öðlast alla þá virðingu sem ég hef sóst eftir í lífinu og hún skipti mig vissulega máli. Og síðari hluti lífsins óneitanlega hafinn fyrir nokkru.
Nú vil ég fara að fá auð og völd. Eða skítt með völdin, ég mundi alveg sætta mig við að fá bara peninga.