Búsbirgðasöfnun
Alveg veit ég að hann Árni er að gera þetta spes fyrir mig, hefur frétt að ég ætla að skreppa út í nokkra daga í næstu viku.
Fjörutíu prósenta hækkun, er það ekki sama og evran?
Annars var ég að kvarta yfir því við einkasoninn í gær að flöskurnar væru við það að hrynja út úr bússkápnum af því að ég er svo liðónýt að drekka; verð að fara að halda almennilegt matarboð með fylliríi fram á morgun eða eitthvað til að grynnka á birgðunum. Annars fer þetta eins og með frystiskápinn og öndina. Alveg óvíst að ég kaupi nokkurt bús í fríhöfninni þegar ég kem heim úr utanlandsferðinni, það kemst varla í skápinn.
En hey, öndin var nú ágæt, vínið þolir geymsluna ekkert síður.