(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

29.6.08

Pylsur eða hvítvín og jarðarber?

Ég er að fara í afmæli til Svövu systurdóttur minnar. Venjulega eru grillaðar pylsur í afmælinu hennar Svövu og maður er ekkert að hugsa fyrir kvöldmat en nú er ég ekkert viss um að viðri fyrir grillaðar pylsur; kannski verða bara tertur og svoleiðis. Sem þýðir að ég þarf að gera eitthvað í kvöldmatarmálum, annars verða jarðarber og hvítvín annan daginn í röð.

Hmm, kannski ég komi við í Nóatúni á heimleiðinni, kíki í fiskborðið og hafi svo grillaða bleikju eða steinbít með hvítvíni og jarðarber með hvítvíni í eftirmatinn. Hljómar ekkert illa. Silfurtúnsjarðarberin eru skrambi góð.

En nú man ég reyndar að Bjarni mágur er nýbúinn að kaupa grill sem hann þarf líklega að sýna svo að kannski verða grillaðar pylsur eftir allt saman.

|