(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

30.6.08

Aldurhnigin önd

Ég tók til í frystiskápnum í gær. Þar fann ég meðal annars rígvæna franska aliönd, frekar aldurhnigna. Frekar mikið. En hún hefur alltaf verið harðfrosin og það versta sem getur gerst með hana er að fitan sé farin að þrána - svo að ég tók hana bara úr frosti og bauð svo fjölskyldunni í mat í kvöld. Sagði þeim að ef öndin reyndist óæt væri stutt bæði á Reykjavík Pizza Company og Devitos.

Eitthvað leist eldra barnabarninu ekki á þetta og spurði hvað öndin væri gömul.

-Hún er allavega töluvert yngri en bróðir þinn, sagði ég.

-Er ekki svona ,,best fyrir" dagsetning? spurði hún.

-Juuuú, sagði ég, -en ég hef nú aldrei gert mikið með svoleiðis.

Eftir nokkrar umræður sagði ég henni hver sú dagsetning er.

-Jájá, sagði barnið. -Verða ekki örugglega brúnaðar kartöflur og eftirréttur svo að ég fái eitthvað að borða?

Öndin er komin í ofninn, leit þokkalega út, ekkert frostþurrkuð eða neitt. Kemur í ljós hvernig hún verður eða hvort þarf að senda einhvern eftir pizzu.

En Boltastelpan fær brúnaðar kartöflur og eftirrétt.

Annars veit ég ekki hvernig ég fór að því að týna heilli önd í frystiskápnum. Tiltektinni var ekki lokið, kannski á ég eftir að finna fleira áhugavert. En ástæðan til þess að ég fór í tiltektina var að ég þurfti að rýma til fyrir annarri önd sem ég var að kaupa. Spurning hvað hún á eftir að eyða löngum tíma í frystinum.

|