Þykku feitu sætu miklu
Svo ég haldi aðeins áfram með fleirtölumatinn, þá er hér tilvitnun: ,,Það var eitt af þessum þykku feitu sætu miklu súkkulöðum sem aldrei verða framar soðin, kanelbörkur útí."
Mig langar einmitt í svona súkkulaði. - Þýðir nokkuð að láta geta hvaðan þetta er tekið, kannast ekki allir við það?
Súkkulaðiflautirnar voru annars alveg ágætar bara. Ég hef nú alltaf verið með það á stefnuskránni að elda meira upp úr Einföldu matreiðsluvasakveri fyrir heldri manna húsfreyjur (þótt ég geti naumast talist til þeirra); kannski ég láti verða af því á næstunni.