Svanga konan og stjórnarformaðurinn
Ég stend nú ekkert mikið í því að háma í mig mat eða eitthvað úti á götu.
En hvernig stendur á því að ævinlega þegar það gerist að ég fer sársvöng í búð (ég var vissulega með nesti í hádeginu en stjórnarformaðurinn sníkti hluta af því hjá mér, ég stóðst ekki þessi frekjulegu bænaraugu og krafsið í borðbrúnina) og fell í þá freistingu að kaupa mér nammi eða eitthvað til að borða strax, tek það upp þegar ég kem úr búðinni og geri mig líklega til að bíta í það ...
... þá skal ég ævinlega mæta einhverjum sem ég þekki?
Næst reyni ég að láta sníkjulætin í stjórnarformanninum framhjá mér fara. Til að komast hjá því að fá á mig orð fyrir nammisýki og átvaglshátt.