Ormurinn á gullinu
Ágætt að ég var ekki búin að skipta gjaldeyrisvarasjóðnum. Úr því sem komið er held ég að sé best að lúra á honum fram að næstu utanlandsferð. Og nú mætti líka sú ágæta útgáfa Hippocrene Books fara að borga mér höfundarlaunin sem ég á inni, dollarinn er orðinn það hár. Ég skrifaði þeim reyndar um daginn og bað þá um að ógilda gamla tékkann (gefinn út í október þegar dollarinn var - hvað, rúmar 60 krónur?) og senda mér nýjan eða bara leggja inn á reikninginn minn en hef ekki fengið svar. Kannski ég ítreki það fljótlega. Eða veðji á að dollarinn fari mun hærra. Ég hef nú grætt á því áður að bíða.
En ég er loksins komin á þann stað í lífinu (þó hugsanlega tímabundið) að mig hvorki vantar fleiri matreiðslubækur né langar sérstaklega í þær (ókei, nema eina og eina). Það gæti vissulega tengst gengismálunum eitthvað smávegis. Meira samt skorti á hilluplássi.