Kaffihlaðborð biskupsfrúarinnar
Er einhver sem ætlar í Skálholt á laugardaginn og ég gæti hugsanlega fengið far með, auðvitað gegn þátttöku í bensínkostnaði?
Dagskráin er alltsvo:
Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur flytur erindi um kost Skálholts. Hún hefur stýrt forleifauppgreftri á staðnum undanfarin ár og byggir hún erindið að miklu leyti á þeim rannsóknum.
Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur fjallar um ræktun í klaustrum miðaldanna og hugsanleg áhrif hennar utan klaustra. Ingólfur hefur kynnt sér margvíslegar heimildir um ræktun til forna í Skálholti og eins hefur hann gert jurtagarð við Skálholt. Þar má sjá sýnishorn nytjajurta sem kunnar voru í Skálholti á fyrri öldum. Væntanlega verður garðurinn í fullum skrúða.
Og svo er boðið upp á kaffihlaðborð Valgerðar biskupsfrúar.