Súkkulaðigenamengi
Ég er nú ekkert yfir mig hrifin af erfðabreytingum (nema náttúrulegum) en ég er heldur ekki sannfærð um að þær séu alfarið af hinu illa.
Og ég er svolítið spennt fyrir þessari rannsókn. Ég lít jákvæðum augum á allt sem eflir og styrkir súkkulaðiframleiðslu heimsbyggðarinnar.
Ég er nefnilega með súkkulaðigen. Sem að vísu virðast ekki hafa erfst til eldra barnabarnsins, hún er hætt að borða súkkulaði.
Nema í birtingarforminu ,,litlar súkkulaðikökur með mjúkri miðju".