Konan sem rigningin elti
Við Boltastelpan fljúgum til Jerez í fyrramálið. Samkvæmt veðurspá eru 100% líkur á rigningu þar á morgun. En sæmilega hlýtt að vísu.
Jæja, það er eins gott að muna eftir regnhlífinni. Og svo bara taka stefnuna á næstu bodegu og fá sér sérrí (nema Boltastelpan fær auðvitað bara sódavatn).
Var ekki í einhverri Hitchikers-bókinni frásögn af vörubílstjóra sem rigningin elti um alla Evrópu? Við erum kannski undir sömu sök seldar. Mér sýnist að það sé spáð ,,heavy showers" í Fez á miðvikudag og fimmtudag, einmitt þá daga sem við verðum þar - og í Marrakesh er glampandi sól og 30 stiga hiti alveg þangað til við komum þangað á föstudaginn. Þá fer að rigna.
Og engar sérríbodegur í Marokkó.
Jæja, maður sólbrennur þá ekki á meðan.