Endurvinnsla í Marokkó
Eitt af því sem kom dálítið á óvart í Marokkó var hvað var í rauninni lítið af rusli þar að sjá víðast hvar. Enda er þetta náttúrlega ekki umbúðaþjóðfélag.
Og Marokkómenn eru nýtnir. Ég rakst á verslun í Marrakesh sem selur eingöngu skjólur og alls konar búsgögn unnin úr gömlum hjólbörðum (smellið á myndina til að sjá betur). Það fannst mér góð hugmynd.
Minnti á skagfirska slönguskó.