(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

19.4.08

Villigötur og háskaslóðir




Við barnabarnið rammvilltumst tvisvar í medínunni í Marrakesh; í fyrra skiptið tókst okkur reyndar á endanum að rata sjálfar að aðaltorginu, Jemma el Fna, en í seinna skiptið fengum við tvo stráka til að fylgja okkur og prúttuðum við þá um verð fyrir leiðsögnina þar til báðir aðilar voru vel sáttir. Við höfðum semsagt villst inn í nyrðri hluta medínunnar, í hverfi þar sem afskaplega lítið er um ferðamenn og enn minna um götumerkingar (ekki einu sinni á arabísku) og kortið okkar sýndi ekki öll sundin og öngstrætin. (Múhammeð leiðsögumaður hafði reyndar sagt að turninn á aðalmoskunni rétt við torgið væri gott kennileiti og sæist víða að; en auðvitað sást hann hvergi úr þröngum rangölum medínunnar og virtist auk þess eiga það til að hverfa þegar minnst varði. Eða við hættum allavega skyndilega að sjá hann og svo birtist hann óvænt aftur. Mjög dularfullt.)

Þarna á þessum slóðum bjó fólk greinilega við kröpp kjör og margt hálfömurlegt á að líta en samt fundum við enga ástæðu til að vera neitt smeykar, enda enginn sem abbaðist upp á okkur. Mér skildist líka að þótt vasaþjófar væru býsna skæðir í Marrakesh væri fátítt að ferðamenn væru rændir eða ráðist á þá.

En svo frétti ég þegar heim kom að það hefði verið framið vopnað rán í sjoppunni hér á horninu næst mér. Grettisgatan er greinilega háskalegri en medínan í Marrakesh. Þótt ég hafi ekki villst hér enn.

|