Reykingaraunir á batavegi
Held ég sé að skríða saman, allavega er ég ekki lengur þannig að ég gæti smitað fólk með útlitinu einu saman eins og einhver ágætur fyrrverandi vinnufélagi sagði einu sinni við mig.
Ég hef reyndar grun um að ég gæti verið að fá bronkítis eða einhvern fjárann upp úr þessu eins og ég fæ gjarna upp úr pestum, sem þýðir að ég verð síhóstandi næstu vikur og allt reykingafólk er vinsamlega beðið um að halda sig fjarri. Þegar ég fer á milli stassjóna í vinnunni reyni ég kannski að komast hjá því að fara um pallinn því að þar er reykt. Venjulega truflar reykur mig lítið en öðru máli gegnir þegar ég er eitthvað viðkvæm í öndunarfærunum - ég hef sagt frá því t.d. hér.
Já, ég reykti sjálf. Tvo pakka á dag undir það síðasta. En í vor verða tuttugu ár síðan ég hætti.