(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

4.2.08

Veikindi ótengd bolluáti

Ég er heima í dag, lasin. Tek þó fram að lasleikinn hefur ekkert með bollukaffið í gær að gera. Líklega ekki flensa heldur, frekar einhver minni háttar pest með smáhitavellu og almennu sleni og stirðleika.

Á svona dögum líður mér eins og ég sé hálfsjötug. Minnst. Og þykku köflóttu flúnelsnáttbuxurnar mínar eru uppáhaldsflíkin mín. Reyndar eru þær meira afalegar en ömmulegar en það verður að hafa það. Mig vantar eiginlega bara flókaskó. Jú, og svo dauðsé ég eftir að hafa ekki keypt hárauðan þykkan dúnmjúkan slopp (ekkert sérlega ömmulegan heldur en í aðra átt) sem ég rak augun í úti í London í vetur en var fullrúmfrekur til að ég vildi vera að drösla honum heim, hefði líklega tekið hálfa ferðatösku eða svo. En ég hefði svosem getað bætt við mig einni tösku ...

Ég held ég sleppi alveg öllum frekari bollubakstri. Ég bakaði jú 99 bollur (af ýmsum sortum) í gær og á þær fóru 2 lítrar af rjóma, 600 g af súkkulaði, 1/2 kíló af jarðarberjum og sitthvað fleira. Og núna er eftir 1 1/2 rúsínubolla.

|