Tunnan valt ekki
Það kom upp úr dúrnum að áhyggjur mínar af Þorláksmessuskinkunni voru ástæðulausar, platan sem ég setti yfir tunnuna í morgun og fergði hafði staðið af sér allt rok. Reyndar gat ég ekki séð nein merki þess að hvasst hefði verið á svölunum hjá mér þótt þar sé slatti af dóti (sem ég þarf nú kannski, nota bene, að losa mig við fyrir jólin).
Svo förum við barnabörnin sjálfsagt í einhvern smákökubakstur um helgina. Held þó að það verði engar sautján sortir í ár.