Kaffileysi og akureyrskir símsvararar
Hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til þess að ritstjórar vinni kaffilausir í miðju haustútgáfustressinu?
Kaffivélin er semsagt biluð.
That does it: Nú vil ég fara að komast sem fyrst vestur á Bræðraborgarstíg.
Annar kostur: Þá verður ekki lengur svarað í símann norður á Akureyri. Ekki misskilja mig, ég hef ekkert á móti Akureyringum og þeir eru ábyggilega mjög liprir í símsvörun en sá sem svarar í símann á skiptiborði norður á Akureyri getur til dæmis ekki vitað hvort ástæðan til þess að ég svara ekki í símann minn er að ég hafi skroppið frá eða sé í kaffi eða standi bara á kjaftatörn við Pönkarann í næsta bás.
Þetta var nú ekki vandamál á Iðunni þegar Lóa svaraði í símann þar. Lóa þandi bara lungun og lét mann vita að það væri síminn. Hvar sem maður var staddur í húsinu.