Eitt barn eða milljónir barna
Stundum gæti maður haldið að það væri bara eitt barn í heiminum sem ástæða sé til að hafa áhyggjur af. Eða hafa áhuga á örlögum þess.
Út um allan heim eru börn sem svelta, deyja úr sjúkdómum sem auðvelt væri að lækna, eru misnotuð, misþyrmt, þurfa að þola stríðshörmungar, missa foreldra sína úr alnæmi - svona mætti lengi telja. En það hefur enginn áhuga á þeim. Ekki fjölmiðlar allavega, og ekki bloggarar.
Það er nefnilega ekki hægt að smíða eins áhugaverðar samsæriskenningar um þau. Og ekki eins mikið varið í að velta sér upp úr sekt og sakleysi.
Af því að þá kemur upp úr dúrnum að við erum öll samsek.