(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

5.9.07

Kona á tímamótum

Ég held að það sé komið að vatnaskilum í lífi mínu.

Ég byrjaði nefnilega áðan að horfa á Bráðavaktina. Gafst upp eftir fimm mínútur og slökkti. Í fyrsta skipti í - hvað, fjórtán ár? Og ég sem er búin að horfa á svotil hvern einasta þátt (ef ég er á landinu) og fræðast mjög um barkaþræðingar og rifjaglennur. En, eins og einmitt barst í tal í vinnunni í morgun - það hefur held ég aldrei verið minnst á til dæmis þvagleggi í Bráðavaktinni. Þeir eru líklega ekki nógu sexí. Öfugt við barkaþræðingar og rifjaglennur.

En nú er ég semsagt að hugsa um að hætta þessu.

Já, ég veit. Ég á mér ekkert líf.

Sem var einmitt það sem ég hugsaði þegar ég las umsögnina um mig í blogggrein Mannlífs, sem Gurrí færði mér þegar hún kom í mat áðan: Þessi kona á sér ekkert líf.

Og nú er ég komin í mótsögn við sjálfa mig því hvernig geta orðið vatnaskil í því sem ekkert er ...?

Best ég hætti áður en ég fer að verða heimspekileg. Það fer mér ekki.

|