Enginn er spámaður ... hjá afkomendum sínum
Einn af stóru kostunum við mína fjölskyldu er að þau kippa manni alltaf niður á jörðina. Það er lítil hætta á að ég ofmetnist.
Ég hef áður sagt sögu af einkasyninum í þessu samhengi; hún er hér.
Áðan sátum við eftir að hafa gætt okkur á gröfnum ærvöðva, kartöflu-moussaka og heimagerðum ís og Boltastelpan fletti Mannlífi. Stansaði við bloggaragreinina og fór að lesa í henni. Staldraði við eitthvað og tautaði:
-Af hverju ert þú alltaf í svona bestu bloggararnir eitthvað? Bloggið þitt er ekkert skemmtilegt!