(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

17.8.07

Verkefni fyrir Lýðheilsustöð

Hvernig stendur á því að sjúkrakassar (einkum og sér í lagi á vinnustöðum) eru ævinlega fullir af sárabindum og grisjum af öllum stærðum og gerðum, skordýrabitsdóti af ýmsu tagi, öryggisnælum, skærum, gúmmíhönskum, augndropum, blautklútum, verk- og vindeyðandi dropum, blástursgrímum til að setja á milli þegar maður notar munn-við-munn-aðferðina á einhvern, brunasmyrslum og fetlum - en það er aldrei neinn plástur?

(Nema auðvitað þegar kassinn er nýr en þar sem plástrarnir eru það eina sem er notað klárast þessir fáu plástrarar strax og það man aldrei neinn eftir að kaupa nýja. Mér finnst að Lýðheilsustöð eigi að koma sér upp sjúkrakassaeftirlitsmanni sem fer á milli og tékkar á að það sé fyllt á plástrabirgðir í sjúkrakössum.)

Nei, þetta var ekkert alvarlegt. Ég skar mig bara á pappírsblaði, sem er ábyggilega algengasta óhappið í bókaútgáfubransanum.

|